Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.11.2008 | 15:15
Nýtt ríkjasamband
Nú þegar allt er komið í rugl á Íslandi, er tilvalið að rýna í nýja möguleika.
Er ekki tilvalið að stofna ríkjasamband með Færeyingum og Grænlendingum?
Það gæti heitið: Bandaríki Norður Atlantshafs.
Nú er ekki skrýtið að Færeyingar vilji hjálpa okkur. Þeir vita hvernig er að vera ofurseldir Dönum.
Móðir mín var í Færeyjum í sumar og hún hitti þar tour guide sem var eins og íslenskur sjálfstæðisbaráttumaður fyrir 70 árum.
Hvernig væri að gera bara gott úr þessu?
Nú er sonur minn 1/4 færeyingur, og þetta gæti komið sér vel fyrir hann.
Kær kveðja, Hallvarður